Það eru jákvæð tíðindi að sú vandaða aðstaða sem byggð hefur verið upp í Breið nýsköpunarsetri síðustu misseri er nú farin að vekja athygli fjölda frumkvöðla og fyrirtækja, innlendra sem erlendra.
Röst sjávarrannsóknarsetur er eitt þeirra fyrirtækja sem nú hefur fengið aðstöðu í Breið nýsköpunarsetri.
Röst, sem er óhagnaðardrifið félag undir Carbon to Sea Initiative, hefur síðustu tvær vikurnar verið við vísindarannsóknir í Hvalfirði fyrir það að augum að rannsaka hvort hægt sé að auka basavirkni sjávar.
Að rannsókninni koma, auk Hafrannsóknarstofnunar, fjöldi erlendra vísindamanna. Stefnt er að næsta fasa rannsóknarinnar næsta sumar.
Sjá nánar:
Comments