FAB LAB
Fab Lab smiðja Vesturlands er staðstett í Breið nýsköpunarsetri á Bárugötu 8-10 á Akranesi.
Opnir tímar eru á miðvikudögum frá kl. 12:00 - 20:00. Hægt er að bóka tíma sérstaklega fyrir einstaklinga og hópa í gegnum netfangið: fablabvesturlands@gmail.com
Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir verða að veruleika.
UM FAB LAB SMIÐJU VESTURLANDS
Fab Lab smiðja Vesturlands er staðsett í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi.
Með rekstri á stafrænni Fab Lab smiðju Vesturland er stefnt að því að auka þekkingu og áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi og stuðla að skapandi vinnu og frumkvöðlamenntun. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir þróun og prófun hugmynda og efla þannig samkeppnishæfni í nærsamfélagi.
Fab Lab smiðja Vesturland er hluti samstarfsnets Fab Lab smiðja á Íslandi og tengist jafnframt alþjóðaneti Fab Lab smiðja eða Fab Foundation við Massachusetts Institute of Technology (MIT). Fab Lab Ísland heldur utan um og leiðir samstarfsnet Fab Lab smiðja á Íslandi. Þeim samstarfsvettvangi er ætlað að tryggja þekkingaryfirfærslu og faglega þróun starfsmanna.
Nánari upplýsingar veitir Jens Robertsson, forstöðumaður Fab lab smiðjunnar í eftirfarandi tölvupósti: fablabvesturlands@gmail.com
Tækjakost og hugbúnað Fab Lab smiðju Vesturlands má sjá hér að neðan. Markmið starfseminnar er að auka við tækjabúnað og bjóða þannig upp á fjölbreyttari möguleika og starfsemi.
Tækjabúnaður
Finna má margvísilegan tækjabúnað í FabLab Vesturlands. Hér fyrir neðan má sjá lista af helstu tækjunum sem eru í boði:
Laserskurðarvélar
Fræsivélar
Fínfræsivélar
Vínylskeri
Þrívíddarprentarar
Tölvur
Pólyhúðunurbekkur (bakaraofn og sprautuklefi)
Saumavélar
Metal engraving
Fatapressa
Hugbúnaður
Helsti hugbúnaðurinn sem í boði er hjá FabLab Vesturlands er eftirfarandi:
Fjarfundarbúnaður
Fusion þrívíddarvinnsla
Ýmis tölvuforrit s.s.
Inkspace / Blender/ Gimp / Sketchup/ Tinkercad