top of page

UM BREIÐ ÞRÓUNARFÉLAG

Gisli og valdis

Hlutverk félagsins

​Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúðabyggð á Breið. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Brim og Akraneskaupstaður eiga meirihluta lóða og fasteigna á Breið þar sem liggja einstök tækifæri til uppbyggingar.

​

​

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verndari verkefnsins

Í tilefni af stofnun félagsins sumarið 2020 tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þáverandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að sér að vera sérlegur verndari verkefnisins og skrifaði undir viljayfirlýsingu um fyrsta verkefni þróunarfélagsins um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs auk samvinnurýmis á Breið.

​

​

​

​

Samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Brims hf.

Breið þróunarfélag er sjálfseignarstofnun og samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Brims hf. sem hefur það markmið að byggja upp Breiðina og styðja við atvinnuppbyggingu og nýsköpun á Akranesi til framtíðar.

Starfsemi félagsins fer fram í Breið nýsköpunarsetri á Bárugötu 8-10 á Akranesi.

 

 

​Stjórn félagsins

​Stjórnarformaður félagsins er Gísli Gíslason og framkvæmdastjóri er Valdís Fjölnisdóttir og í stjórn sitja Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri Brims og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. 
 

​

Samstarfsaðilar að viljayfirlýsingunni eru eftirfarandi:
Við stofnun félagsins í júlí 2020 lýstur eftirfarandi aðilar yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis. 

​

- Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

- Akraneskaupstaður 

- Álklasinn

- Brim 

- Coworking Akranes

- Faxaflóahafnir

- Fjölbrautaskóli Vesturlands 

- Háskólinn á Bifröst

- Háskóli Íslands

- Heilbrigðisstofnun Vesturlands

- Landbúnaðarháskóli Íslands

- Matís

- Samtök Sveitafélaga á Vesturlandi 

- Skaginn 3X

- Þróunarfélagið á Grundartanga.​​

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningu um vinnuaðstöðuna? Viltu leigja rými fyrir ráðstefnur eða kíkja í kaffi? Sendu okkur línu hér fyrir neðan eða á breid@breid.is 

Netfang

Fylgdu okkur

  • Facebook
  • Instagram

Fyrirspurn móttekin!

bottom of page