top of page

Þörungakjarni á Breið - undirskrift viljayfirlýsingar!

  • Writer: Valdís Fjölnisdóttir
    Valdís Fjölnisdóttir
  • 5 days ago
  • 1 min read

Virkilega ánægjulegur dagur í gær þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu um stofnun Þörungakjarna á Breið, nýs miðlægs vettvangs fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði þörunga.

Markmið með stofnun Þörungakjarnans er að byggja upp miðlægan vettvang fyrir þörungarannsóknir, þróun og nýsköpun þar sem vísindamenn, fyrirtæki og frumkvöðlar vinna saman að því að efla þekkingu og verðmætasköpun á sviði þörunga.

Verkefnið stuðlar að sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda og styrkir innviði fyrir þörungarannsóknir með áherslu á matvælaþróun, líftækni og kolefnisbindingu. Þörungakjarninn mun jafnframt stuðla að fræðslu og menntun í samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir og skapa vettvang fyrir þverfaglega samvinnu milli vísinda og atvinnulífs.

Aðilar að viljayfirlýsingunni eru:

ree

Breið þróunarfélag, Háskóli Íslands, Samtök Þörungafélaga, Hafrannsóknastofnun, Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Sedna Biopack, North Seafood Solutions, Hyndla, Biopol, Marea, Norlandia og Gleipnir.

Þetta samstarf mun efla rannsóknir, styrkja innviði og stuðla að nýjum lausnum á sviði þörungatækni til framtíðar.

 
 
 

Comments


bottom of page