top of page

NÝSKÖPUNARSETUR

Breið þróunarfélag býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki.
Breið nýsköpunarsetur býður upp á samvinnu- og rannsóknarrými ásamt skrifstofum með aðgengi að góðum fundarherbergjum í lifandi samfélagi.
 

Breið

Skrifstofur

Einkaskrifstofur fyrir einstaklinga eða fyrirtæki fyrir 4-6 manns sem henta öllum þeim sem vilja góða aðstöðu.
Aðgengi að björtum fundarherbergjum, eldhúsi og kaffiaðstöðu í lifandi umhverfi.

Fundarherbergi

Í boði er að leigja glæsileg fundarherbergi á 4. hæð Breiðar nýsköpunarseturs.
Fundarherbergið Kría tekur 8-10 manns og fundarherbergið Krummi tekur 15-20 manns.
Frábær fundarherbergi með útsýni yfir Snæfellsjökul.

Samvinnurými

Í notalegu samvinnurými okkar er hægt að leigja fast borð eða fljótandi borð allt eftir hvað hentar best. Aðstaða að björtum fundarherbergjum, eldhúsi og kaffiaðstöðu í lifandi og skemmtilegu umhverfi. 

Ráðstefnur og viðburðir

Við getum haldið stærri viðburði fyrir allt að 100 manns í Breið nýsköpunarsetri eða í hinu sögufræga Hafbjargarhúsi á Breiðinni. Þá erum við í samstarfi við Bíóhöllina, Galito og Guðlaugu fyrir þá sem vilja taka þetta alla leið. 

Rannsóknarrými

Ertu frumkvöðull og vantar rými til að prófa hugmyndir þínar áfram við fyrsta flokks aðstæður fyrir framþróun í lífvísindum? Þá er Breið nýsköpunarsetur staðurinn. Við bjóðum upp á glæsileg rými þar sem hægt er að leigja það rými sem henta þínum rannsóknum.
Aðgengi að frysti, fundarherbergjum, eldhúsi, samvinnurými og kaffiaðstöðu fylgir með. 

bottom of page