top of page
ABOUT

HÖFN HUGMYNDA

Breið nýsköpunarsetur var áður fiskiðjuver en er í dag suðupottur frumkvöðla og nýsköpunar þar sem hugmyndir verða til. 
Nýsköpunarsetrið var stofnað af Breið þróunarfélagi sem hefur það að meginmarkmiði að byggja upp atvinnulíf og nýsköpun á Akranesi þar sem sjálfbærni, skapandi greinar og umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi. 

adstadan

AÐSTAÐAN

Lilja Motus

Skrifstofur

Skrifstofur fyrir einstaklinga eða fyrirtæki sem henta öllum þeim sem vilja lifandi umhverfi, einstakt útsýni og góða aðstöðu.
Aðgengi að góðum fundarherbergjum, eldhúsi og kaffiaðstöðu. Hver skrifstofa getur rúmað vinnuaðstöðu fyrir allt að sex einstaklinga.

Samvinnurými

Samvinnurými

Í notalegu samvinnurými er hægt að leigja fast borð eða fljótandi aðstöðu allt eftir því hvað hentar best.
Aðgangur að góðum fundarherbergjum, eldhúsi og kaffiaðstöðu í lifandi og skemmtilegu umhverfi.

Grjótkrabbar

Rannsóknarrými

Ertu frumkvöðull og vantar aðstöðu til að þróa hugmyndir þínar áfram í fyrsta flokks umhverfi  fyrir rannsóknir og þróun í lífvísindum? 
Við bjóðum upp á góða aðstöðu sem hentar þínum rannsóknum.
Aðgengi að frysti, fundarherbergjum, eldhúsi, samvinnurými og kaffiaðstöðu fylgir með. 

Fundarherbergi

Fundarherbergi

Í boði er að leigja glæsileg fundarherbergi á 4. hæð Breiðar nýsköpunarseturs.
Fundarherbergið Kría tekur 8-10 manns og fundarherbergið Krummi tekur 15-20 manns.
Frábær fundarherbergi með útsýni yfir Snæfellsjökul.

Viðburðir3

Ráðstefnur og viðburðir

Viltu halda viðburð eða ráðstefnu með ógleymanlegri upplifun? 
Við getum haldið stærri viðburði fyrir allt að 100 manns í Breið nýsköpunarsetri eða í hinu sögufræga Hafbjargarhúsi á Breiðinni. Þá erum við í samstarfi við Bíóhöllina, Galito og Guðlaugu fyrir þá sem vilja taka þetta alla leið. 

Valdís og Gísli í lit_edited_edited

Sendu okkur línu

Við aðstoðum þig við að finna hentugt rými fyrir þína starfsemi eða við að skipuleggja eftirminnilegan viðburð á Breiðinni.

STARFSEMIN Í HÚSINU

Starfsemin

TÍÐINDI

Ertu í opinberu starfi?

opinberu

Viltu styrk fyrir að starfa í Breið nýsköpunarsetri. Skráðu þig hér fyrir nánari upplýsingar !

bottom of page