Stórkostlegur opinn dagur í Breið nýsköpunarsetri!
- Valdís Fjölnisdóttir
- Jun 10
- 1 min read
Opinn dagur heppnaðist með eindæmum vel í Breið nýsköpunarsetri. Fjöldi gesta lagði leið sína í húsið, naut dagsins og kynnti sér fjölbreytta og spennandi frumkvöðlastarfsemi sem þar fer fram.
Við viljum færa öllum sem mættu innilegar þakkir fyrir komuna og þann áhuga sem sýndur var. Sérstakar þakkir færum við skipstjórunum Þorvaldi Guðmundssyni, Viðari Gunnarssyni og Eiríki Óskarssyni, sem heilluðu gesti með einstökum og áhrifamiklum frásögnum af sjósókn sinni.
