RESEARCH AND DEVELOPMENT
Are you an entrepreneur and need space to test your ideas further in first-class conditions for research and development in life sciences? Then Breið is the innovation center.
We offer an elegant space where you can rent the space that suits your research. Access to a freezer, meeting rooms, kitchen, coffee facilities, and standing desks is included.
Want to know more? Contact us here
COMPANIES IN RESEARCH AND DEVELOPMENT
Algó ehf.
Þararannsóknir og sæmeti
Sérþekking Algó felst fyrst og fremst í öflun og nýtingu á þara og þörungum. ALGÓ vinnur að haftengdri nýsköpun og uppbyggingu strandyrkju á Skipaskaga og á Vesturlandi. Auk þess vinnur ALGÓ að þróun matvæla úr sjávarþörungum, bragðgóðri fæðubót undir vöruheitinu sæmeti. Framtíðarmarkmið ALGÓ er ræktun sjávarþörunga með blandaðri land- og hafrækt.
Arttré ehf.
Framleiðslufyrirtæki
Er framleiðslufyrirtæki sem býður upp á margþætta starfsemi allt frá skiltagerð og merkingum yfir í framleiðslu á smávörum, bílmerkingum o.fl. Arttré vinnur úr alls kyns efni s.s. timbri, plexí, plasti pappa og áli og hefur til afnota öflugan tækjabúnað til að vinna meistaraverk.
Breið líftæknismiðja
Rannsóknir og þróun á uppskalanlegum hugmyndum
Mikilvægt er að geta tekið grunnrannsóknir yfir á hagnýtingastig en yfirleitt er það dýrt og tímafrekt ferli. Með tilkomu líftæknismiðju geta allir, sem þess óska, fengið aðgang að smiðjunni í ákveðinn tíma til þess að þróa hugmyndir sínar áfram við góðar aðstæður og nauðsynlegum tækjabúnaði.
Fab Lab smiðja Vesturlands
Stafræn smiðja
Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem er. Smiðjan gefur einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir verða að veruleika.
Fab Lab er opið öllum aldurshópum frá leikskólaaldri til eldri borgara og eru opnir tímar í boði fyrir áhugasama.
Lokinhamrar ehf. / Emilía útgerð ehf.
Grjótkrabbarannsóknir og vinnsla
Útgerðarfélagið Lokinhamrar rannsakar og þróar vinnslu á grjótkrabba. Lokinhamrar reka 12 tonna bát sem þeir nýta við veiðar og rannsóknarvinnu sína á grjótkrabba við strendur Akraness.
Muninn Film ehf.
Kvikmyndagerð og sköpun
Kvikmyndagerðarmaðurinn Heiðar Mar Björnsson stendur að baki Muninn Film sem framleitt hefur fjölda þátta, kvikmynda og annars konar myndefnis. Þá stendur Muninn Film á bak við alþjóðlegu heimildamyndahátíðina Icedocs, sem haldin er á Akranesi á hverju ári.
North Marine Ingredients
Ensímavinnsla og beinamjöl
Feðgarnir Þórður og Bergur Benediktsson eru eigendur North Marine Ingredients en félagið vinnur prótín, ensím og bragðefni úr sjávarafurðum og framleiða m.a. beinamjöl sem fæðubót. Markmið og meginstefna félagsins er að koma rannsóknum yfir á uppskölunarstig.
Röst sjávarrannsóknarsetur
Óhagnaðardrifið rannsóknarfyrirtæki
Röst sjávarrannsóknarsetur er undir Carbon to Sea Initiative sem leiðir metnaðarfulla alþjóðlega rannsóknaráætlun sem ætlað er að kanna hvort aukning á basavirkni sjávar (e. Ocean Alkalinity Enhancement, OAE) sé skilvirk, örugg og varanleg leið til þess að fjarlægja CO2 úr andrúmsloftinu.
Sara Björk Hauksdóttir
Listakona
Í list sinni hefur Sara unnið mikið með náttúruna og hefur það kveikt áhuga hennar á litarefnum og öðru hráefni úr íslenskri náttúru þá einna helst gróðri og sjávarfangi.
Sara Björk Hauksdóttir útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Hún hefur jafnframt lokið námi í listmálun við Idun Lovén í Stokkhólmi.
Sedna biopack ehf.
Matvalapakkningar úr þörungum
Þróar náttúrulegar matvælapakkningar úr efnum brúnþörunga, í stað plasts, og hefur í samvinnu við Efnasmiðjuna gert frumgerðir að lífbrjótanlegum öskjum úr efnablöndu islenskrar Alaskalúpinu og þara m.a. fyrir grænmetisumbúðir.