top of page

Hvað er Breið þróunarfélag?

Samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar og Brims hf.

Þróunarfélagið Breið er samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar og Brims hf. sem hefur það markmið að byggja upp Breiðina og styðja við atvinnuppbyggingu og nýsköpun á Akranesi til framtíðar.
 

Eigendur félagsins

Eigendur félagsins eru Akraneskaupstaður og Brim og snýr starfsemi félagsins að Breiðinni á Akranesi en Brim á stærstan hluta lóða og fasteigna á Breiðinni en Akraneskaupstaður kemur þar næst á eftir.
 

Stjórn og félagsins

Stjórnarformaður félagsins er Gísli Gíslason og framkvæmdarstjóri er Valdís Fjölnisdóttir.
í stjórn sitja Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri Brims og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. 

 

Hlutverk félagsins

Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Brim og Akraneskaupstaður eiga meirihluta lóða og fasteigna á Breið þar sem liggja einstök tækifæri til uppbyggingar.

Samstarfsaðilar og verndari verkefnsins

Í tilefni af stofnun félagsins sumarið 2020 tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að sér að vera sérlegur verndari verkefnisins og skrifað undir viljayfirlýsingu um fyrsta verkefni þróunarfélagsins um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs auk samvinnurýmis á Breið.

Auk Þórdísar lýstu eftirfarandi aðilar yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis.
Þar verður áhersla lögð á þróun og hátækni í tengslum við atvinnulíf á Vesturlandi, á sviði rannsókna, sjávarútvegs, snjalltækni, landbúnaðar, orkufreks iðnaðar, heilbrigðis- og ferðaþjónustu og skapandi greina. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Akraneskaupstaður, Álklasinn, Brim, Coworking Akranes, Fasteignafélagið hús, Faxaflóahafnir Fjölbrautaskóli Vesturlands, Háskólinn á Bifröst Háskóli Íslands Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Landbúnaðarháskóli Íslands; Matís, Samtök Sveitafélaga á Vesturlandi, Skaginn 3X og  Þróunarfélagið á Grundartanga.

Starfsemi félagsins

Starfsemi félagsins fer fram í Nýsköpunarsetrinu á Bárugötu 8-10 á Akranesi.

- Starfandi stjórnarformaður félagsins er Gísli Gíslason - gisli@breid.is

- Framkvæmdarstjóri er Valdís Fjölnisdóttir - valdis@breid.is

DSCF0074-3.jpg
bottom of page