top of page

Viðurkenning frá Íslenska sjávarklasanum

  • Writer: Valdís Fjölnisdóttir
    Valdís Fjölnisdóttir
  • Jun 5, 2024
  • 1 min read

Updated: Aug 1, 2024

Á dögunum fékk Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Breiðar þróunarfélags viðurkenningu frá Íslenska sjávarklasanum fyrir ötult frumkvöðlastarf í nýsköpun.

Er það mikil viðurkenning fyrir Breið þróunarfélag og starf allra þeirra sem komið hafa að þessu frábæra verkefni.

Sjá nánar tilvitnun frá Íslenska sjávarklasanum:

"Breið hefur náð ótrúlegum árangri í að byggja upp stemmingu á Akranesi fyrir nýsköpun og samstarfi m.a. í tengslum við bláa hagkerfið. Vinnslurými Breiðar, þar sem fyrirtæki hafa getað gert tilraunir, hafa verið mjög mikilvæg viðbót fyrir sprotafyrirtæki. Þannig aðstöðu hefur Sjávarklasinn ekki haft á sínum snærum og því hefur Breið fyllt upp í mikilvægt skarð í þeim efnum fyrir sprota. Valdís hefur sýnt að klasar eiga erindi um allt land og geta aukið verðmætasköpun og kraft."




 
 
 

Comments


bottom of page