top of page

Sigríður Kristinsdóttir

Updated: Aug 17, 2021

Sigríður Kristinsdóttir starfaði lengi sem grafískur hönnuður og sýningahönnuður áður en hún fór í nám við Háskólann á Akureyri í náttúru- og auðlindafræði. Náminu lauk með útskrift í sjávarútvegsfræði þar sem áhuginn á botnþörungum í sjó kviknaði. Leiðin lá svo í meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og skiluðu niðurstöður úr meistaraverkefninu filmum sem unnar eru úr stórþörungum.


Markmiðið með þessum filmum er svo að þróa matvælapakkningar úr nokkrum tegundum brúnþörunga. Verkefnið fékk atvinnu- og nýsköpunarstyrk haustið 2020 úr Uppbyggingarsjóði sóknaráætlunar Vesturlands, sem nýtist í að þróa filmurnar áfram yfir í framleiðsluhæfa vöru af fullnægjandi gæðum, en það er nokkuð tímafrekt ferli.





277 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page