Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
Updated: Sep 9, 2021
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) eru landshlutasamtök allra sveitarfélaganna á Vesturlandi og vinna þau að ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum landshlutans. Ráðgjafar og verkefnastjórar samtakanna eru með viðveru víðsvegar um landshlutann. Starfsemi SSV skiptist upp í þrjú svið og eru öll sviðin með ráðgjafa í fastri viðveru í hverri viku á Breið.
Allir starfsmenn SSV geta nýtt sér aðstöðuna á Breið en eftirfarandi starfsmenn eru með fasta viðveru:

Hjá SSV er rekið Atvinnu- og byggðaþróunarsvið þar starfa 4 starfsmenn. Ólöf Guðmundsdóttir er atvinnuráðgjafi og sinnir verkefnum sem tengjast atvinnu og nýsköpun á Vesturlandi. Verkefnin felast m.a. í aðstoð við að greina vandamál, leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfi atvinnulífsins, aðstoð við gerð umsókna til sjóða, aðstoð við gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana og aðstoð við markaðsmál o.fl.
Ólöf er til viðtals alla þriðjudaga frá 10:00-12:00 á skrifstofu SSV í húsnæði Breiðar tímabilið september til maí. Jafnframt er hægt að fá ráðgjöf og bóka tíma á öðrum dögum. Ólöf er með tölvupóst: olof@ssv.is Nánari upplýsingar um ráðgjöfina og viðverudagatal atvinnuráðgjafa má sjá á heimasíðu SSV - https://ssv.is/atvinnuthroun/

Hjá SSV er rekið Menningar- og velferðarsvið þar starfar Sigursteinn Sigurðsson sem menningar- og velferðarfulltrúi. Hann sinnir fjölbreyttum verkefnum tengdum menningu og listum, þar með talið er það verkefnastjórn áhersluverkefna menningar úr Sóknaráætlun Vesturlands og umsjón verkefna sem hljóta menningarstyrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Jafnframt sinnir Sigursteinn verkefnum tengdum Velferðarstefnu Vesturlands sem kom út árið 2020. Menningar- og velferðarfulltrúi er til viðtals á skrifstofu SSV í Breið alla fimmtudaga frá klukkan 10:00-17:00, nema fyrsta fimmtudag í mánuði en þá er viðvera frá klukkan 10:00-12:00. Þá er hægt að skipuleggja rafræna viðtalstíma á öðrum tímum. Hægt er að bóka tíma fyrirfram með tölvupósti á: sigursteinn@ssv.is
Nánari upplýsingar um viðverudagatal menningar- og velferðarfulltrúa má sjá á heimasíðu SSV - https://ssv.is/Menning/

Hjá SSV er rekið Áfangastaða- og markaðssvið þar starfa 3-4 starfsmenn að áfangastaða- og markaðsverkefnum fyrir áfangastaðinn Vesturland. Thelma Harðardóttir er verkefnastjóri þróunarverkefna sem sinnir verkefnum sem tengjast áfangastaðnum Vesturlandi, uppbyggingu ferðaleiða ásamt ýmsum verkefnum sem tengjast markaðsmálum. Thelma er til viðtals á skrifstofu SSV í Breið alla miðvikudaga milli klukkan 10:00 - 12:00. Hægt er að bóka tíma fyrirfram með tölvupósti: thelma@west.is . Einnig má bóka rafræna fundartíma. Nánari upplýsingar um viðverudagatal verkefnastjóra áfangastaða- og markaðsmála má sjá á heimasíðu SSV - https://ssv.is/afangastada-og-markadssvid/