Í tilefni af hafa lokið fyrsta fasa uppbyggingar Öldu aðstöðu Running Tide á 1. hæð Breiðar nýsköpunarseturs, var haldin formleg opnun í gær.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra var heiðursgestur opnunarinnar en hún er verndari Breiðarinnar og hefur stutt ötullega við verkefnið síðustu misserin.
Kristinn Árni L. Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi hélt kynningu á starfseminni en auk þess var óháð vísindaráð Running Tide á svæðinu sem og fleiri úr vísinda- og þróunarteymi þeirra frá Bandaríkjunum.
Comments