Hótel Húsafell
Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli.
Á Hótel Húsafelli leggjum við áherslu á árstíðabundna matseðla þar sem íslenskt hráefni fær að njóta sín í alþjóðlegri matargerð. Góður matur, drykkur, þjónusta og fallegt umhverfi skapa ógleymanlega kvöldstund.




