top of page
  • Writer's pictureValdís Fjölnisdóttir

Hátt í 400 manns mættu á opið hús í Breið nýsköpunarsetri

Nýi og gamli tíminn mætast - vel heppnaður opinn dagur á Breið!

Nýsköpun er líklega eitt af því mikilvægasta í samfélagi okkar í dag og grundvöllur fyrir framtíð okkar og þróun. En á sama tíma er sagan líka mikilvæg því hún tengir okkur öll í gegnum upplifun, samfélagsþróun og minningar.


Af þeim sökum var ótrúlega skemmtilegt að halda opið hús á Breið þann 17. maí þar sem starfsemi hússins með nýsköpun í fararbroddi var kynnt. Opna húsið bauð einnig upp á minningarhorn þar sem eldri starfsmenn hússins voru sérstaklega boðnir velkomnir.

Það er því skemmst frá því að segja að hátt í 400 manns mættu og margir lögðu á sig langa leið til að heimsækja sinn gamla vinnustað í nýrri starfsemi. Rifjaðar voru upp gamlar minningar í gegnum myndir og muni frá fyrri tíð þar sem heilu fjölskyldurnar unnu saman, hjónasambönd mynduðust sem og einstök vinátta. Við þessa upprifjun var því hlegið og grátið í gegnum ótrúlega sögu þessa húss sem við erum svo heppin að kalla nýsköpunarsetur í dag. En kannski ekki svo mikil tilviljun þar sem nýsköpun hefur fylgt húsinu alla tíð.2 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page