Gunnar Ólafsson ALGÓ
Updated: Aug 27, 2021
ALGÓ efh er sprotafyrirtæk með sérþekkingu á nýtingu og ræktun þörunga sem vinnur að haftengdri nýssköpun og uppbyggingu strandyrkju á Skipaskaga og Vesturlandi. Stofnandi er Gunnar Ólafsson lífefna- og þörungafræðingur (nf: go@algois.com / fs: 6669970). Frá 2021 hefur fyrirtækið starfsaðstöðu og vinnsluaðstöðu á Breiðinni ásamt því að hafa strandbát með viðlegu í Akraneshöfn. ALGÓ ehf vinnur þar að þróun lífrænna ræktaðra matvæla úr sjávarþörungum, bragðgóðri fæðubót undir vöruheitinu sæmeti. Í fyrsta kasti verður unnið með hugmyndir að þróa sjálfbæra nýtingu á staðbundnum kaldsjávarþörungum og hægæða matvælaframleiðslu úr þeim í smáum skala. Til framtíðar er ræktun sjávarþörunga með blandaðri land- og hafrækt markmið ALGÓ.




