top of page

Fab Lab smiðja Vesturlands tekur til starfa

Updated: Aug 9, 2021

Þetta var afar hátíðleg stund, í nýjum húsakynnum smiðjunnar hjá Breið þróunarfélagi við Bárugötu á Akranesi, þegar skrifað var undir samstarfssamning um Fab Lab Vesturlands. Samstarfsaðilar nýrrar smiðju og þeir sem skrifuðu undir samninginn eru Akraneskaupstaður, ArtTré, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Breið þróunarfélag, Brim, ELKEM Ísland, Félag eldri borgara á Akranesi, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjöliðjan, Grunnskólar á Akranesi, Icewind, Landssamtök Karla í skúrum, Leikskólar á Akranesi, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Muninn Film, Norðurál, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Skaginn 3X, Starfsendurhæfing Vesturlands og Símenntunarmiðstöð Vesturlands.


„Hér viljum við skapa aðstöðu fyrir alla aldurshópa til að koma saman, vinna saman og skapa saman. Samstarfssamningurinn táknar það og dregur saman ólíka aðila að stofnun, rekstri og samvinnu við þróun Fab Lab smiðju Vesturlands. Stafræn smiðja sem þessi býður uppá óteljandi tækifæri og finnum við mikinn vilja og samhug í að gera gott enn betra,“


Mikilvægt samstarf við fyrirtæki og SSV

Þrjú fyrirtæki á Akranesi og nágrenni taka þátt í uppbyggingu og þróun smiðjunnar með sérstöku framlagi, þ.e. ELKEM, Norðurál og Skaginn 3X þá leggur Brim til aðstöðu. Þau leggja samanlagt til verkefnisins 12 m.kr. á næstu þremur árum. Þá leggja Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi verkefninu lið með framlagi.

Fab Lab er smiðja með tækjabúnaði til fjölbreyttrar framleiðslu, sem gefur ungum sem eldri einstaklingum auk fyrirtækja að þjálfa sköpunargáfu og hrinda hugmyndum í framkvæmd með því að móta, hanna og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Hlutverk smiðjunnar verður meðan annars að;

  • Stuðla að nýsköpun með því að veita einstaklingum, skólum og fyrirtækjum á Vesturlandi aðgang að stafrænum framleiðslutækjum.

  • Stuðla að nýsköpun í kennslu og kennsluháttum nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi sem og í fullorðinsfræðslu.

  • Stuðla að auknu tæknilæsi nemenda, einstaklinga með iðn- og tæknimenntun sem og almennings.

  • Stuðla að hverskonar framþróun í framleiðslu og smíði á varningi sem tengist heimilum, fyrirtækjum og öðrum þeim sem hag geta haft af stafrænni framleiðslu og þekkingu.

  • Að skapa aðstöðu fyrir „Karla í skúrum“ og Félag eldri borgara þar sem eldra fólk getur sinnt áhugamálum og smærri verkefnum.

Framundan er að ljúka undirbúning smiðjunnar og opna hana fyrir hópa og almennings. Fab Lab smiðjan heldur úti upplýsingasíðu á Facebook (sjá hér). Stefnt að því að auglýsa opna tíma í smiðjunni um mánaðarmótin maí/júní og í ágúst næstkomandi mun taka í gildi stundatafla fyrir smiðjuna þar sem hópar fá úthlutuðum tímum.segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar.Mikilvægt samstarf við fyrirtæki og SSV

Þrjú fyrirtæki á Akranesi og nágrenni taka þátt í uppbyggingu og þróun smiðjunnar með sérstöku framlagi, þ.e. ELKEM, Norðurál og Skaginn 3X þá leggur Brim til aðstöðu. Þau leggja samanlagt til verkefnisins 12 m.kr. á næstu þremur árum. Þá leggja Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi verkefninu lið með framlagi.

Fab Lab er smiðja með tækjabúnaði til fjölbreyttrar framleiðslu, sem gefur ungum sem eldri einstaklingum auk fyrirtækja að þjálfa sköpunargáfu og hrinda hugmyndum í framkvæmd með því að móta, hanna og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Hlutverk smiðjunnar verður meðan annars að;

  • Stuðla að nýsköpun með því að veita einstaklingum, skólum og fyrirtækjum á Vesturlandi aðgang að stafrænum framleiðslutækjum.

  • Stuðla að nýsköpun í kennslu og kennsluháttum nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi sem og í fullorðinsfræðslu.

  • Stuðla að auknu tæknilæsi nemenda, einstaklinga með iðn- og tæknimenntun sem og almennings.

  • Stuðla að hverskonar framþróun í framleiðslu og smíði á varningi sem tengist heimilum, fyrirtækjum og öðrum þeim sem hag geta haft af stafrænni framleiðslu og þekkingu.

  • Að skapa aðstöðu fyrir „Karla í skúrum“ og Félag eldri borgara þar sem eldra fólk getur sinnt áhugamálum og smærri verkefnum.

Framundan er að ljúka undirbúning smiðjunnar og opna hana fyrir hópa og almennings. Fab Lab smiðjan heldur einnig úti upplýsingasíðu á Facebook. Stefnt að því að auglýsa opna tíma í smiðjunni um mánaðarmótin maí/júní og í ágúst næstkomandi mun taka í gildi stundatafla fyrir smiðjuna þar sem hópar fá úthlutuðum tímum.
56 views0 comments
bottom of page