top of page

Breið þróunarfélag tekur þátt í spennandi samstarfi um nýsköpun á Vesturlandi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst undirrituðu á Hvanneyri í dag viljayfirlýsingu um að hjá háskólunum tveimur á Vesturlandi byggist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni almennt svo sem í ferðaþjónustu, nýtingu náttúrugæða og menningartengdri starfsemi.


Aðrir sem undirrituðu viljayfirlýsinguna verkefninu til stuðnings eru Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Páll Sævar Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar, Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri Breiðar þróunarfélags, Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Hugheima nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs og Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.


89 views0 comments
bottom of page