Breið þróunarfélag samstarfsaðili Græns hraðals
Updated: Aug 9, 2021
Þann 1. desember skrifaði Breið þróunarfélag undir samstarfssamning um Grænan hraðal. Að verkefninu standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Orkuveitan, Hvalfjarðarsveit, Faxaflóahafnir, Sorpa, Terra, Þróunarfélag Grundartanga auk Þróunarfélagsins Breiðar.
Grænn hraðall er nýsköpunarhraðall sem ætlað er að hraða þróun verkefna og hugmynda sem tækla aðsteðjandi umhverfisvanda. Þannig drögum við úr umhverfisáhrifum, fjölgum störfum og aukum hagvöxt.
Spennandi og skemmtilegt verkefni framundan - sjá nánar:
https://reykjavik.is/frettir/graenn-vidskiptahradall-hefur-gongu-sina-2021
