top of page
Search

Bæjarráð Akraneskaupstaðar og Brim hf. hefja formlegar viðræður um uppbyggingu á Breið!

  • Writer: Valdís Fjölnisdóttir
    Valdís Fjölnisdóttir
  • Aug 22, 2024
  • 1 min read

Auk verkefna á sviði nýsköpunar er verkefni Breiðar þróunarfélags, að undirbúa skipulag og byggð á landinu á Breið á Akranesi. Sem kunnugt er var haldin hugmyndasamkeppni um svæðið og liggur því fyrir verðlaunatillaga sem sjá má hér:

Frá því að hugmyndasamkeppninni lauk he



fur verið unnið að ýmsum undirbúningi m.a. úttekt á sjóvörnum, skýrslu um forminjar á svæðinu og skoðun á þeim lóðarleigusamningum sem enn eru í gildi. Þá er í undirbúningi að fara í jarðvegskönnun og húsakönnun. Allt eru þetta þættir sem mikilvægt er að hafa upplýsingar um í tengslum við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags.

Nú liggur fyrir samþykkt bæjarráðs Akraness um að hefja viðræður við Brim hf. um skipulag og framkvæmdir á Breiðinni. Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst síðastliðinn áttu fulltrúar bæjarins og Brims samtal um stöðu málsins og samþykkti bæjarráð eftirfarandi:

„Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur sem vinnur tillögu að samningi um uppbyggingu á Breið. Akraneskaupstaður eigi tvo fulltrúa í starfshóp, Brim hf. eigi tvo fulltrúa og fimmti fulltrúinn sé formaður hópsins og aðili sem Akraneskaupstaður og Brim hf. koma sér saman um. Bæjarstjóra falið að forma erindisbréf fyrir fulltrúa Akraneskaupstaðar í starfshópnum og leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi.“

 
 
 

Comentarios


bottom of page