ArtTré
Updated: Nov 8, 2021
ArtTré ehf. er framleiðslufyrirtæki með lausnina fyrir þig. Við vinnum úr hverskyns timbri og viðarefni, plexí, plasti, pappír, gleri, áli ofl og höfum úr að ráða hágæða 100W laser og CNC tölvufræsunarvélum, stórprentunar Mutho printer og Jaguar plotter að auki við víðtæka þekkingu og reynslu, vönduð vinnubrögð og persónulega þjónustu.
Starfsemi arTTré er margþætt og innifelur allt frá skiltagerð og merkingum til famleiðslu á smávörum, hönnunar- og heimilismunum, gerð útstillinga- og auglýsingastanda, bílmerkingum og fleira.
ArtTré ehf. var stofnað af Árna Baldurssyni og börnum hans Árna Þór Árnasyni og Maríu Lovísu Árnadóttur. Við erum stolt af því að vera fjölskyldufyrirtæki og höfum ánægju af því að veita persónulega þjónustu og vinnum öll okkar verk af fagmennsku og alúð. Sem lausnarmiðað og samhent teymi með víðtæka þekkingu og reynslu höfum við ánægju af að sameina krafta okkar og hugvit til þess að finna bestu mögulegu lausnirnar.
Við lifum fyrir það að skapa og höfum ánægju af hverskyns hönnun, vöruþróun og framleiðslu og framleiðum stór sem smá upplög fyrir viðskiptavini okkar. Við tökum ávallt vel á móti öllum fyrirspurnum og þjónustum jafnt fyrirtæki, arkitekta og hönnuði sem og einstaklinga með skemmtilegar hugmyndir sem þeir vilja sjá verða að veruleika.
Hafðu samband á arttre@arttre.is eða bjallaðu í okkur.
Árni Baldursson; Framkvæmdarstjórn og framleiðsla s. 781-2605
Árni Þór Árnason; Framleiðsla og tölvuuppsetning s. 662-1837
María Lovísa Árnadóttir, Innanhússarkitekt og vöruhönnuður; Markaðsmál, hönnun og vöruþróun s. 662-6296




