top of page

Ársæll Rafn Erlingsson

Updated: Aug 18, 2021

Við hjónin, Lovísa og Ársæll, hjá Frostbiter höldum úti hryllingsmyndahátíð. Hátíðin er haldin á Akranesi í janúar á hverju ári og verður haldin í sjötta sinn árið 2022. Við erum að stækka með hverju ári og finnum við að áhuginn er að aukast mikið bæði hér heima og erlendis. Við erum hvatning fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn að gera hryllingsmyndir og erum í samstarfi við svipaðar hátíðir erlendis til að auka framboð þar á íslenskum hrylling.


Við erum mikið uppi á Breið að horfa á hryllingsmyndir sem eru sendar inn á hátíðina ásamt því að skipuleggja og það hjálpar mikið að vera að vinna innan um annað skapandi fólk eins og á Breiðinni.153 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page