top of page

Hugmyndsamkeppni

Í júlí 2022 hélt Breið þróunarfélag, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands,  vel heppnaða hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Breiðar á Akranesi.

Markmið samkeppninnar var að fá fagaðila til að leggja fram tillögur í samræmi við þá framtíðarsýn að svæðið verði íbúðabyggð fyrir ólíka aldurshópa í bland við atvinnusköpun með áherslu á hátækni, nýsköpun og sjálfbærni.


Svæðið sem Breið tekur til er vestasti hluti bæjarins í nálægð við höfn og miðbæ og býður upp á tækifæri til metnaðarfullrar þróunar sem yrði einstök á landsvísu. Nýsköpun, stafræn þróun, sjálfbærni og græn orka leggur grunn að einstöku og leiðandi skipulagi inn í nýja tíma og krefjandi áskoranir. Svæðið mun einnig verða eftirsóknarvert til búsetu sem og suðupottur fyrir skapandi starfsemi og frumkvöðla í einstakri náttúru og hafntengdu bæjarumhverfi.

Alls tóku 24 aðilar þátt í hugmyndasamkeppninni víðs vegar að úr heiminum en sigurvegari keppninnar voru Arkþing/NORDIC og Efla með eftirfarandi tillögu:

Lifandi samfélag við sjó, mynd1.jpg

Yfirlitsmynd af Breið

bottom of page