top of page

Fab Lab smiðja Vesturlands

Fab Lab smiðja Vesturlands hefur verið opnuð á nýjum stað á Akranesi, við Bárugötu 8-10 í nýsköpunarsetrinu á Breið. Smiðjan er nú opin fyrir almenning á eftirfarandi tímum
 

 • Miðvikudagar 12:00 - 20:00

Opnir tímar eru að hámarki fyrir 15 manns og þarf að skrá sig fyrirfram. Hægt er að bóka tíma sérstaklega fyrir einstaklinga og hópa í gegnum netfangið: fablabvesturlands@gmail.com

Fab lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og láta hugmyndir verða að veruleika.

Hægt er að skrá sig í tíma með því að fylla út ferlið hér að neðan. Aðeins er hægt að skrá sig viku fram í tímann

Árið 2022 var fyrsta heila starfsár Fab Lab Vesturlands í nýsköpunarsetrinu á Breið. Það er óhætt að segja ad árið hafi verið viðburðaríkt og mikið um að vera.

 

Á árinu 2022 var mikið um heimsóknir og kynningar i Fab Lab smiðjunni. Í mars var haldin Tæknimessan þar sem öllum nemendum í 8. 9. og 10. bekkjar úr öllum grunnskólum á Vesturlandi var boðið í

FVA þar sem þeim voru kynnt verknám skólans. Komu þau einnig í

Fablab smiðjuna og fengu þar kynningu á tækjakosti og möguleikum smiðjunnar.

 

Á árinu voru valáfangar fyrir ungalingastigið i Brekkubæjarskóla, áfangar í FVA í skapandi starfi. Endurhæfingarhúsið Hver var med fasta tíma i hverri viku sem voru vel sóttir auk þess ad halda í samstarfi vid Símenntunarmidstöð Vesturlands sérstakt hönnunar- og tilraunasmiðju námskeið.

Nú er komin út ársskýrsla Fab Lab smiðju Vesturlands fyrir árið 2022 þar sem farið er yfir árið. Þar má finna ýmsan fróðleik ásamt upplýsingar um komandi ár.

 https://issuu.com/samsyning22/docs/fablab_skyrsla_2022?fbclid=IwAR3WJUB4INOXHHtboQkypzZsGlxmBSQrfXqLd3_TqwBmdkV-zy6lsWL9AIE

 

Ársskýrsla

Um Fab Lab smiðju Vesturlands

Fab Lab smiðja Vesturlands er staðsett í Nýsköpunarmiðstöðinni á Breið á Akranesi, húsnæði sem áður hýsti fiskvinnslu HB Granda (nú í eigu Brims) og er samtals um 4.700 m2 húsnæði. 

Með rekstri á stafrænni smiðju Fab Lab smiðju Vesturland er stefnt að því  að auka þekkingu og áhuga  á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi, skapandi starf og frumkvöðlamennt. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir þróun og prófun hugmynda og efla þannig samkeppnishæfni í nærsamfélagi.

 

Fab Lab smiðja Vesturland er hluti samstarfsnets Fab Lab smiðja á Íslandi og tengist jafnframt alþjóðaneti Fab Lab smiðja, Fab Foundation við Massachusetts Institute of Technology (MIT). Fab Lab Ísland heldur utan um og leiðir samstarfsnet Fab Lab smiðja á Ísland. Þeim samstarfsvettvangi er ætlað að tryggja þekkingaryfirfærslu og faglega þróun starfsmanna.

Nánari upplýsingar veita forstöðumenn Fab lab smiðjunnar í eftirfarandi tölvupósti:

fablabvesturlands@gmail.com

Ármann Vilhjálmsson, s. 849-2927 /armann.vilhjalms@gmail.com

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Umfang
 • Fab Lab er smiðja með tólum og tækjum þar sem hægt er að útbúa nánast hvað sem er. Fab Lab gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækfæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með hjálp stafrænnar tækni.

 

 • Róttækar breytingar í samfélagi og atvinnulífi kalla á breytingar í menntun. Menntun og hæfni í verkgreinum, raungreinum og tæknigreinum eru mikilvæg undirstaða nýsköpunar.

 

 • Fab Lab er opinn vettvangur fyrir almenning, fyrirtæki, frumkvöðla og nemendur þar sem þeir geta komið og raungert hugmyndir sínar með tækjum og tólum sem í boði eru í smiðjunum.

 

 • Samkeppnishæfi Íslands byggir á möguleikum til nýsköpunar í krafti þekkingar og hæfni og er Fab Lab frábær vettvangur til að ná þeim markmiðum og til að hvetja til tækni og raungreinamenntaðra einstaklinga.

Samstarfsaðilar um Fab Lab smiðju Vesturlands
Fab Lab er smiðja með tækjabúnaði til alls kyns framleiðslu, sem gefur ungum sem öldruðum einstaklingum auk fyrirtækja tækifæri til að þjálfa sköpunargáfu og hrinda hugmyndum í framkvæmd með því að móta, hanna og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.
 
Samstarfsaðilar sem koma eru þátttakendur að Fab Lab smiðju Vesturlands eru eftirfarandi aðilar:
 
 1. Akraneskaupstaður 

 2. ArtTré ehf.

 3. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

 4. Breið þróunarfélag  

 5. Brekkubæjarskóli 

 6. Brim hf., kt. 541185-0389 

 7. ELKEM Ísland ehf.

 8. Félag eldri borgara Akranesi

 9. Fjölbrautaskóli Vesturlands 

 10. Fjöliðjan

 11. Grundaskóli

 12. Icewind ehf.

 13. Landssamtök Karla í skúrum

 14. Leikskólinn Akrasel

 15. Leikskólinn Garðasel

 16. Leikskólinn Teigasel

 17. Leikskólinn Vallarsel

 18. Mennta- og menningarmálaráðuneytið

 19. Muninn Film ehf.

 20. Norðurál ehf.

 21. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)

 22. Skaginn 3X  / BAADER

 23. Símenntunarmiðstöð Vesturlands

 24. Starfsendurhæfing Vesturlands

 
Búnaður í Fab Lab smiðju:
Sá tækjabúnaður sem Fab Lab Vesturlands verður með á árinu 2021 má sjá hér að neðanÞað er markmið starfseminnar að auka
þann tækj aukaþann tækjakost og bjóða þannig upp á fjölbreyttari möguleika og starfsemi.
Tækjabúnaður:
 • Laserskurðarvélar – stór og lítil

 • Fræsivélar – stór og lítill

 • Fínfræsivélar

 • Vínylskeri 

 • VinylskeriRolandGX-24 Vinilskeri er einskonar plotter, tölvustýrður hnífur sem getur skorið í filmur. Stundum er vinylskera líkt við prentara nema í stað þess að sprauta bleki þá er hníf stungið niður og allt sem hægt er að gera með dúkahníf í filmur er hægt að gera í vinylskera bara á mun nákvæmari hátt. Vinylskerinn er af sumum talin vanmetnasta tækið í Fab Lab smiðjunni en hann má nota á fjölbreyttan hátt til dæmis: ● Til að skera út límmmiða ● Skera út textílfilmur ● Skera út sveigjanlegar rafrásir ● Gera mynstur í yfirborð ● Skera út filmur fyrir silkiprentu

 • Þrívíddarprentarar

 • Tölvur

 • Pólyhúðunurbekkur (bakaraofn og sprautuklefi)

Hugbúnaður:
 • Fjarfundarbúnaður

 • Fusion þrívíddarvinnsla

 • Ýmis tölvuforrit s.s.

 • Inkspace / Blender/ Gimp / Sketchup/ Tinkercad o.fl.

Annar búnaður:
 • Saumavélar

 • Metal engraving

 • Fatapressa

Fab lab stundaskrá nóv. 2022.jpg
bottom of page