Hvað er þróunarfélagið Breið?
Samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar og Brim
Þróunarfélagið er samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar og Brim sem hefur það markmið að byggja upp og styðja við atvinnuppbyggingu á Akranesi til framtíðar.
Eigendur félagsins
Eigendur Þróunarfélagsins Breið eru Akraneskaupstaður og Brim og snýr starfsemi félagsins að Breiðinni á Akranesi en Brim á stærstan hluta lóða og fasteignir á Breið og í næsta nágrenni. Akraneskaupstaður er næst stærsti lóðarhafi.
Stjórn félagsins
Stjórnarformaður félagsins er Gísli Gíslason og framkvæmdastjóri er Valdís Fjölnisdóttir. í stjórn sitja Inga Jóna fjármálastjóri Brim fyrir hönd Brim og Sævar Freyr Þráinsson Bæjarstjóri fyrir hönd Akraneskaupstaðar.
Hlutverk félagsins
Hlutverk félagsins er að þróa álitleg þróunarverkefni á þróunarsvæði, koma þeim í framkvæmd og koma þeim til samstarfsaðila sem sjá um uppbyggingu og/eða rekstur eftir því sem við á.
Stefnuáherslur í uppbyggingu
Miðast er við að uppbygging á Breiðinni taki mið af óskum íbúa bæjarins. Á íbúafundi að Garðavöllum kom fram að íbúar vildu sjá uppbyggingu á eftirfarandi sviðum.
-
Hátækni og frumkvöðlastarfsemi
-
Heilsutengd ferðaþjónusta
-
Heilsa og heilbrigðismál
-
Hafsækin starfsemi