Hugmyndir fyrir Breiðina
Breiðin
Svæðið á Breiðinni er einstakt og mun uppbygging á Breið og nágrenni skila sér í sjálfbærum ávinningi fyrir Akranes í heild með tengingu við menningu og náttúru svæðisins.
Nýsköpun og frumkvöðlastarf
Í húsum í grennd við höfnina verður frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum sköpuð aðstaða. Lögð verður áhersla á rannsóknir tengdar sjávarútvegi, snjalltækni, lífríki hafsins og súrnun sjávar. Jafnframt verður boðið upp á samvinnurými fyrir Akurnesinga í sama húsnæði sem geta þá sparað sér ferðina til að sækja vinnu í höfuðborgina hluta úr viku.
Í þessum húsum verða jafnframt starfrænar smiðjur (e. Fab Lab). Með þessu fæst kvikt umhverfi sem nýtist öllum og styður við frekari uppbyggingu á svæðinu, nýsköpun og öðrum greinum.
Heilsuhótel & heilsugarðar
Hugmyndir hafa komið um heilsuhótel á svæðinu með áherslu á endurhæfingu og endurstillingu við sjó í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands og aðrar heilbrigðisstofnanir. Aðstaðan myndi styðja við sýn Akraneskaupstaðar um að vera miðstöð sjóbaða á Íslandi.
Íbúðir í bland við skrifstofurými og aðra þjónustu
Húsnæði fyrir alla aldurshópa en þar sem þó megin markhópurinn yrðu einstaklingar á besta aldri. Í bland við íbúðahúsnæði yrðu einnig skrifstofurými sem og veitingastaðir og önnur þjónusta.
Ferðaþjónusta - Afþreying við sjó
Byggja upp ferðamannaaðstöðu sem styður við ferðamálastefnu Akraneskaupstaðar og sýn um að vera miðstöð sjóbaða á Íslandi. Lagt yrði upp með að öll afþreyingarþjónusta og veitingahús væri í samræmi við og ýti undir sjávarútvegs-og heilsutengda menningu svæðisins.
Ertu með hugmynd að fjárfestingartækifæri?
Hafðu samband.
Bárugata 8-10, 300 Akranes - - sími: 694 3388